Sérfræðingar í stjórnkerfum í iðnaði

Við erum sérfræðingar í hönnun, rekstri og viðhaldi á sérhæfðum stjórnkerfum í iðnaði.  

Hvort sem um er að ræða uppsetningu nýrra kerfa eða breytingar á eldri kerfum er starfsfólk Reglunar reiðubúið að aðstoða viðskiptavini við að útfæra bæði hefðbundnar og nýstárlegar lausnir á hvers konar stjórnkerfum í iðnaði. 

Iðnstýringar og skjágæslukerfi

PLC & SCADA

Reglun býr að langvarandi viðskiptasamböndum við helstu byrgja á sviði bæði iðnstýringa PLC og skjágæslukerfa SCADA s.s. Rockwell Automation, Siemens og Aveva. 

Við hjálpum viðskiptavinum okkar að fá heildstæða yfirsýn yfir flókin kerfi í rauntíma og sögulegu samhengi, á staðnum og úr fjarska. 

Hjá Reglun starfa sérfræðingar með áratugareynslu af rafhönnun fyrir stjórnkerfi í iðnaði.  

Rafhönnun

Þétt samhæfing rafhönnunar og efri laga stjórnkerfa tryggir skilvirkni í bæði uppsetningu nýrra kerfa og við breytingar á eldri kerfum.  

Rafhönnuðir Reglunar eru jafnvígir á allan helsta rafhönnunarhugbúnað s.s. Eplan, SEE Electrical og AutoCad

Sólarhringsþjónusta

Bakvakt Reglunar er viðskiptavinum okkar til taks öllum stundum þegar á reynir

Vaktmenn okkar eru við símann allan sólarhringinn og reiðubúnir í bilanagreiningar og lagfæringar um fjartengibúnað eða með heimsókn á verkstað.