Heildstæðar stjórnkerfalausnir
Við hjá Reglun hönnum, innleiðum og viðhöldum heildstæðum stjórnkerfalausnum fyrir iðnað.
Frá hugmyndastigi til gangsetningar og reksturs erum við viðskiptavinum okkar til taks öllum stundum.
Okkar sérsvið
Iðnstýringar PLC
Hvort sem um er að ræða uppsetningu nýrra kerfa eða breytingar á eldri kerfum er starfsfólk Reglunar reiðubúið að aðstoða viðskiptavini við að útfæra bæði hefðbundnar og nýstárlegar lausnir á hvers konar stjórnkerfum í iðnaði.
Rafhönnun
Þétt samhæfing rafhönnunar og efri laga stjórnkerfa tryggir skilvirkni í bæði uppsetningu nýrra kerfa og við breytingar á eldri kerfum.
Skjágæslukerfi SCADA
Við hjálpum viðskiptavinum okkar að fá heildstæða yfirsýn yfir flókin kerfi í rauntíma og sögulegu samhengi, á staðnum og úr fjarska.
Við erum Reglun
Að baki Reglun standa sérfræðingar með áratugareynslu af stjórnkerfum í iðnaði.
Með hagkvæmni og áreiðanleika að leiðarljósi byggjum við upp traust sambönd við viðskiptavini okkar og stöndum vaktina með þeim svo rekstur þeirra gangi hnökralaust.
Við höfum þjónað viðskiptavinum okkar árum saman og tekið hverri nýrri áskorun fagnandi.